SÆKJUM OG SENDUM
Fönn sér um að sækja og senda þvott til fyrirtækja. Hafið samband og saman finnum við út hvaða dagar henta best til að sækja og senda þvottinn og hversu ört.
Fönn sér um að sækja persónulegan fatnað starfsmanna til fyrirtækja og skila aftur eftir hreinsun.
LEIGJUM ÚT DÚKA OG SERVÉTTUR
Fönn leigir út borðdúka og servéttur til lengri eða skemmri tíma hvort heldur sem er fyrir brúðkaup, fermingar eða til veitingahúsa. Gott er að panta tímanlega.
Dúkastærðir eru:
1,40 m x 1,40 m
1,40 m x 2,10 m
2,30 m x 2,30 m
MOTTULEIGA - HREINNI OG ÖRUGGARI GÓLF
Fönn leigir út gólfmottur sem eru sérstaklega hannaðar til að taka við og geyma mikið magn af ryki, óhreinindum og bleytu. Motturnar henta vel á svæðum þar sem margir ganga um og þar sem gæta þarf hreinlætis.
Rannsóknir hafa sýnt að megnið af því ryki og óhreinindum sem er að finna í byggingum berst þangað inn með gangandi vegfarendum. Motturnar veita góða vörn gegn þess háttar gólfmengun og bókstaflega stöðva hana við dyrnar.
Motturnar draga úr slysahættu sem hlýst af blautu og hálu gólfi. Á bakhlið þeirra er gúmmí sem heldur þeim kyrrum á gólfinu. Motturnar verja gólfin og ræstikostnaður lækkar.
MOTTULEIGA - VIÐ FJARLÆGJUM ÓHREININDIN FYRIR ÞIG
Við sækjum óhreinu mottuna og setjum hreina mottu í staðinn. Með því að ryksuga mottu fjarlægirðu aðeins hluta af þeim óhreinindum sem í henni eru eða u.þ.b. 25%. Við tökum mottuna og setjum hreina mottu í staðinn og það virkar 100%.
Motturnar má þvo við hátt hitastig og því henta þær einnig vel hjá iðnaðarfyrirtækjum þar sem óhreinindi geta verið mikil.
Mottunum er skipt út vikulega eða oftar, allt eftir þörfum viðskiptavina en þó ekki sjaldnar en á fjögurra vikna fresti.
Fönn leigir út mottur til fyrirtækja, stofnana og húsfélaga.
Stærðir á mottum eru:
Motta A 85 cm x 150 cm
Motta B 115 cm x 200 cm
Motta D 150 cm x 250 cm
Einstaklingsþjónusta
Fönn hefur í fjöldamörg ár þvegið og hreinsað allan almennan þvott fyrir einstaklinga, auk hreinsunar á fínni fötum svo sem jakkafötum, kjólum, drögtum og fleiru. Fönn þvær allar stærðir af teppum, sængum, koddum og stærri hlutum sem erfitt er að þvo í heimahúsum.
Við tökum ekki lengur á móti fínni mottum, svo sem persneskum mottum.