Þjónusta

Aftur upp

mynd1

Fannhvítt frá Fönn

Fönn hefur opnað á nýjum stað eða á Kletthálsi 13, í Árbæ.  Verið velkomin. 

Fönn er alhliða þvottahús og efnalaug (fatahreinsun). Við höfum í tugi ára þjónustað fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga með allan þvott og hreinsun. Fönn býður einnig uppá leigu á borðdúkum, handklæðadreglum og gólfmottum.

Fönn notar við þjónustu sína fullkomnustu tæki sem völ er á, á markaði og er í stöðugri þróun varðandi nýjar aðferðir í þvotti og hreinsun. Hjá fyrirtækinu starfar fólk með mikla þekkingu og reynslu í meðhöndlun á efnum til að ná hámarksárangri í þvotti og hreinsun.

Þvottur - Hreinsun

Fönn þvær og hreinsar allan almennan þvott auk hreinsunnar á fínni fötum svo sem jakkaföt, kjólum, drögtum og fleiru. Fönn þvær allar stærðir af teppum, sængum, koddum og stærri hlutum sem erfitt er að þvo í heimahúsum.

Mottur
Fönn þrífur fínni mottur svo sem persneskar mottur og höfum við náð mjög góðum árangri í hreinsun á slíkum mottum. Fönn leigir út gólfmottur sem síðan er skipt út eftir þörfum viðskiptavinarins. 

Dúkar
Fönn leigir út borðdúka til lengri eða skemmri tíma hvort heldur sem er fyrir brúðkaup, fermingar eða til veitingahúsa til lengri tíma. Gott er að panta dúka í tíma þannig að búið sé að taka til pöntun þegar viðkomandi mætir á svæðið.

Dúkastærðirnar eru: 

1,4 m x 1,4 m
1,4 m x 2,1 m
2,3 m x 2,3 m


Hreinsun á fatnaði starfsmanna í fyrirtækjum
Fönn sér um að sækja persónulegan fatnað starfsmanna til fyrirtækja og skila aftur eftir hreinsun. Fönn sér um að sækja og senda þvott til fyrirtækja og einstaklinga.

Mótttökustaðir 

  • Afgreiðsla Kletthálsi 13
  • Verslunin Móðir kona meyja, Hamraborg 14. 

Um Fönn

sdfaegtw4eFG SEF dsfdas   Texti um Fönn  Texti um Fönn  Texti um Fönn Texti um Fönn Texti um Fönn Texti um Fönn  Texti um Fönn  Texti um Fönn  Texti um Fönn 

Aftur upp
Þvottahúsið Fönn ehf. var stofnað 29. janúar 1960 og var til húsa fyrstu árin í bakhúsi að Fjólugötu 19b í Reykjavík.  Starfsemin var að uppistöðu skyrtuþjónusta og fjöldi starfsfólks var 2-3.  

Tækjakosturinn í þá daga var 12 kg. þvottavél, ein 7 kg. þeytivinda, sérhannað skyrtusett og ein lítil fjölbýlishúsa strauvél. Árið 1967 flutti fyrirtækið að Langholtsvegi 113 og keyptur var nýr tækjakostur sem var mun fullkomnari en sá sem fyrir var.   

Fyrirtækið stækkaði ört á þessum árum og var fjöldi starfsmanna kominn í 25 árið 1982. Sama ár flutti Fönn á Langholtsveg þar sem fyrirtækið var til árins 1982 þegar Fönn flutti að Skeifunni 11.  Þá fór starfsemin úr því að vera á þremur hæðum í það að vera á einni hæð.  Fyrst eftir flutninginn var Fönn með um 1.230 fermetra en í dag er starfsemin um 2.000 fermetrum.  Fjöldi starfsmanna er um 40 í dag. Næsta skref í sögu Fannar var tekið þegar fyrirtækið flutti á Klettháls 13. 

Eigandi og framkvæmdastjóri Fannar er Ari Guðmundsson.   

 

hangers

Einstaklingar

Aftur upp

skyrtur

Fönn hefur frá upphafi þvegið og hreinsað þvott fyrir einstaklinga.  Núna höfum við komið okkur fyrir á nýjum stað á Klettháls 13. Við tökum einnig við þvotti í versluninni Móðir kona meyja, í Hamraborg 14. 

 

Fyrirtækjalausnir

Aftur upp

Fönn sér um að sækja og senda þvott til fyrirtækja og einstaklinga. Best er að hafa samband við okkur til að fá betri upplýsingar á hvaða dögum hentar þér að við komum og sækjum. 

Fönn leigir einnig út gólfmottur sem síðan er skipt út eftir þörfum viðskiptavinarins. 
Stærðir á mottum eru: 
Motta A                 85x150
Motta B                 115x200
Motta D                 150x250

Dúkar
Fönn leigir út borðdúka til lengri eða skemmri tíma hvort heldur sem er fyrir brúðkaup, fermingar eða til veitingahúsa til lengri tíma.  Gott er að panta dúka í tíma þannig að búið sé að taka til pöntun þegar viðkomandi mætir á svæðið.
Dúkastærðir eru:
1,40x1,40
1,40x2,10
2,30x2,30
 

Einstaklingsþjónusta
Fönn hefur í fjöldamörg ár þvegið og hreinsað allan almennan þvott fyrir einstaklinga,  auk hreinsunnar á fínni fötum svo sem jakkaföt, kjólum, drögtum og fleiru. Fönn þvær allar stærðir af teppum, sængum, koddum og stærri hlutum sem erfitt er að þvo í heimahúsum.
Sama má segja um fínni mottur svo sem persneskar mottur sem við höfum náð mjög góðum árangri í að hreinsa. 

Fönn sér um að sækja persónulegan fatnað starfsmanna til fyrirtækja og skila aftur eftir hreinsun. 

Fonn2

Hafa samband

Aftur upp

Sendu okkur línu

Ef þú hefur spurningar til okkar endilega sendu okkur línu.  
Skrifstofan er opin frá kl. 8.00 til kl. 16.00 alla virka daga.
Afgreiðslan er opin frá 8.00 til kl. 18:00 alla virka daga. 

  

   
   
   
   

Hafa samband

Aftur upp

 

Ari Guðmundsson Framkvæmdastjóri Sími: 510 6300  ari@thvottur.is  
Þorvarður Helgason Verkstjóri Sími: 660 4606  verkstjori@thvottur.is  
Beatriz Fernandez Aðst. verkstjóri Sími: 660 4605  verkstjori@thvottur.is  
Halldóra Magnúsdóttir Skrifstofa Sími: 510 6301  halldora@thvottur.is  
Ásta Magnúsdóttir Skrifstofa Sími: 510 6302  asta@thvottur.is  
Þorbjörn Valgeir Gestsson Vélstjóri Sími: 660 4607  velstjori@thvottur.is  
           

                        

 

Staðsetning

Aftur upp

Við erum hér